Jæja þó ég hafi mikið verið í hljóðvinnslu og svoleiðis þá hef ég bara verið að nota PC í þetta. En nú er öldin önnur og ég fór í Apple búðina á laugarveginum og lét taka frá eina Imac því þær voru allar búnar.

Ég hef mikið verið að vinna með pro tools, sony vegas og einnig er ég að taka upp tónlist sem ég hef samið á Yamaha Tyros 2 hljómborð.

Víst veit ég að ég hef misst af góðum forritum hingað til eins og Logic og Garageband. Ég bara spyr ég hef aldrei notað Apple áður í neitt þannig nú er tími til kominn. Hvaða fleiri forrit á ég að fjárfesta í þar sem nú opnast hinar stóru dyr Apple umhverfisins. Hlakka til að fá tölvuna.

Einnig er ég búin að panta Final Cut Studio 2 þar sem ég er líka að brasa í kvikmyndagerð.

Hvaða forrit almennt er ég að missa af í Mac geiranum?

Hvort sem það tengist hljóðvinnslu, videovinnslu eða bara almennt Apple.
Cinemeccanica