Ég er að tjekka status hvort einhverjum langar í mixerinn okkar góða. Ástæða líklegrar sölu er sú að við erum mjög líklega að fara að færa okkur um set með stúdíóið og ef rétta verðið finnst fyrir þennan mixer er það frábært.

Þessi mixer er gamall í hettunni varðandi hljóðvinnslu á Íslandi. Þetta er D&R mixer frá árinu 1982 og var á fyrstu árunum í Sýrlandi, á þeim tíma sem stuðmenn áttu og ráku Sýrland. Bubbi tók upp plötuna Kona á þessum mixer sem og væntanlega stóran hluta íslenskrar tónlistar á árunum 1983-1988. Síðasta stóra plata sem var tekin upp á þennan mixer var breiðskífa Wolfgang, sem kom út í fyrra.

Mixerinn er með 24 rásir en er einnig með 24 monitor rásir sem hægt er að nýta sem auka rásir. Þannig að þú nærð 48 hands-on rásum með þessum mixer. Formagnararnir í mixernum eru virkilega góðir og var mixerinn allur hreinsaður nýlega. Teknar voru allar rásir, allir takkar og allt og hreinsað almennilega.
Mjög auðvelt er að fá varahluti í mixerinn eftir þörfum því Nýherji er með umboðið fyrir D&R á Íslandi.
EQ á mixernum er bara eins og vanalega, Treble, high mid, low mid og bass og er freq. takki fyrir hvert og eitt. 4 rása headphone mixer er innbyggður í mixerinn, sem gera live upptökur mjög þægilegar. Á hverri rás er hægt að hækka í headphone 1,2,3 og 4 sem þýðir að t.d. trommarinn getur heyrt mikið í snerli og bassa þó svo að bassaleikarinn heyri mikið í söng og gítar.

Talkback mic er innbyggður í mixerinn og er Talkback takki á mixernum sem sendir beint út í headphone eða monitora hljóðfæraleikarara.
Aftan á mixernum eru tengi fyrir tape-maskínur fyrir þá sem vilja taka upp analog.
Mig minnir að það séu bunch af inserts og sends á hverri rás, allavega nóg fyrir flesta.

Allt þetta og meira til er aðgengilegt á patchbay sem er á mixernum. Þessi mixer er tilvalinn fyrir þá sem hafa nægt pláss í stúdíóinu sínu og vilja vera með 24 góða formagnara, hands on eiginleika( stjórnað öllu með höndunum, en ekki í gegnum tölvu) og aukið þarmeð eiginleika stúdíósins.

Ég er tilbúinn að koma og hjálpa kaupanda að tengja mixerinn ef hann vill það.

Verð: Tilboð, verið ekki feimin að henda inn tilboðum, við vitum sjálfir ekki hvað við viljum fyrir hann.

Sími: 692-1817, Viktor

Bætt við 25. febrúar 2008 - 00:13
mynd af gripnum : http://www.hugi.is/hljodvinnsla/images.php?page=view&contentId=5234315