http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=3811&sida=um_flytjanda

Hér er verkefni sem ég var að klára, myndi gera ýmislegt öðruvísi ef ég væri að byrja á þessu í dag.

Tekið upp í Logic Studio gegnum Presonus firepod.

Trommurnar eru Pearl Prestige (eða eitthvað í þá átt), því miður með gömlum skinnum og ekki nógu vel stilltar (baslaði mikið við yfirtóna í eftirvinnslu, sem skilaði sér í hálf flötu sándi á köflum)

M-Audio Solaris og M-Audio Luna voru notaðir sem overheads (er kominn með tvo Solaris núna, þetta var skítaredding, samt næstum alveg eins micar svo það bjargaðist)

Bassatromman er tekin upp með bæði AKG d112 og Shure 819 (mynnir mig að hann heiti, gamall boundry mic), SM57 var notaður á hinar trommurnar.

Gítarinn var tekinn upp í gegnum Marshall MG combo, með SM57

Bassinn í tveimur lögunum var F-Bass BN5 tekinn í gegnum Nemesis haus (recording output), en í þriðja laginu var notaður Squer Jazz Bass (sem að sándaði ótrúlega mikið verr).

Verið ekkert hræddir við að drulla yfir það sem ykkur finnst uppá vanta :P maður verður aldrei góður í þessu nema kunna að taka gagnrýni
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF