Sælir,

Ég var að spá hvað sé best að nota sem hátalara fyrir bassatrommutriggera. Semsagt hvort það sé í lagi að nota venjulega hátalara (svona eins og maður notar heima hjá sér til að hlusta á tónlist eða útvarp eða tengja í heimabío) þið vitið svona góða hátalara, ekki einhverja tölvuhátalara. Ástæðan fyrir því að ég spyr er að síðast þegar við í hljómsveitinni notuðum hljóðkerfið okkar í eitthvað annað en að hlusta á tónlist, prufuðum við að nota það sem söngkerfi og það endaði ekki vel, það kviknaði í einum hátalaranum og hann náttúrulega eyðilagðist, en það var í fína lagi með magnarann og alla hina hátalarana. Þannig að ég spyr hvort að það sé í lagi að tengja svona bassatrommu triggera við þetta, því að það hlýtur nú að hafa öðruvísi áhrif heldur en söngur/öskur. Eða þarf ég eitthvað 200 þúsund króna hljóðkerfi?