Jæja, mig langaði bara á henda þessu hér inn í tilefni föstudags fyrir þá sem hafa ekki rekist á þetta nú þegar. Ég sá þetta á mínu daglega vafri áðan. Þarna (linkur fyrir neðan) er búið að taka upp lög á tvo vegu: Analog, með fancy outboard búnaði og svo beint í pro tools án alls analogs eða outboard búnaðar. Semsagt bara Pro tools.

Lögin eru í .mov formatti og “mynd” parturinn af fælnum sýnir hvenær, í miðju lagi, er skipt á milli analog og pro tools. Nú verðið þið að dæma hver, ef einhver, munurinn er.

Þetta ýtir, að mínu mati, undir það sem ég hef verið að halda hér fram að eyða nokkrum þúsundköllum í “intermed.” eða ódýran outboard búnað sé ekki málið. Það lítur rosalega flott út í rack hliðin á tölvunni en, án þess að hljóma eins og plebbi, þú færð það sem þú borgar fyrir.

Gleðilegan föstudag!

linkurinn umtalaði:
http://www.digidesign.com/index.cfm?langid=100&navid=49&itemid=25669

Bætt við 28. september 2007 - 16:13
Þegar ég segi “Bara pro tools” þá er ég kannski að ýkja því það eru ýmis “channel strip” plugin og annað notað en allt í tölvuformi.