Held að þetta sé nokkurn veginn rétta áhugamálið.

En þannig er það að ég kaupi mér geisladiska og læt þá svo í tölvuna til þess að geta hlustað á þá þar, finnst það mun þæginlegra. En ég bara næ þeim ekki í nógu góðum gæðum í tölvuna. Kemst í 320kb/s með lögin í windows mediaplayer. Kann ekki að fá betri gæði en það eru engan veginn nógu góð gæði.

Hef heyrt um eitthvað .flac að það sé voða gott, en veit ekki hvernig ég geri það, eða hvort það sé bara einhver vitleysa, en mér er nokkurn veginn sama um hvað diskarnir verða stórir, eða mörg mb.

Einhver sem veit hvaða forrit ég get notað til að fá geisladiskana mína í mjög góðum gæðum í tölvuna ?