Það er tvennt sem ég er að spá í. Ég hef aldrei notað pro tools í neitt annað en að taka upp auglýsingar. og er með svona stóran mic eins og er í þessum týpísku stúdíóum. Svo hef ég bara renderað röddinni í waw og sett inní annað forrit þar sem ég bæti við hljóðum og tónlist og öllu því og renderað svo í 320kbps mp3..

En nú er að svo komið að nota á aðstöðuna hérna til þess að taka upp einhver 3-4 lög. Búið að spila inn lögin sjálf annarstaðar, voru ekki tekin upp hjá mér heldur á bara að taka sönginn upp. Ég get sagt ykkur það ég hef notað pro tools svo lítið að ég bara er ekki viss hvernig ég get kallað fram svona plugin og eitthvað. á svoleiðis á disk en veit ekkert hvernig það er notað..

Og eitt, hvernig get ég lagað ílla sunginn söng í pro tools. Veit að það á að vera hægt en hef bara ekki náð að fikta mig svo mikið inní þetta.
Cinemeccanica