Sælir, er byrjandi í upptökum en mér hefur gengið rosalega vel að koma hljóðfærum fyrir í mixi sem ég geri í Pro Tools 7.3. Málið er að þegar ég set inn söng þá finnst mér hann alltaf fara frekar leiðinlega inn í mixið.

Eins og er tek ég upp söng gegnum Shure SM57 mic sem mér hefur fundist betra því með víðari mic hefur mér fundist of mikið echo pikkast upp í upptökuna, herbergið mitt er stór steypukassi :)

Endilega segið hvernig þið farið að hvort sem þið notið utanaðkomandi plug-ina eða þvíumlíkt.

Allar ábendingar vel þegnar.
Takk fyrir mig,