Jæja, er smá að forvitnast hvernig þið piltar takið upp bassa. Ég tók hann direct um daginn og var ekki alveg nógu ánægður með sándið (bassinn minn er hinsvegar yndislegur og get fengið frábært sánd úr flestum mögnurum) en allavega ég tók hann direct, keyrði hann í gegnum fínasta software compressor og EQ-aði smá en var ekki alveg nógu ánægður með árangurinn. Fanst vanta meira Power í bassann (gat ekki hækkað meira í hljóðkortinu, fór að peaka og hljóðið fór að rifna ef ég hækkaði of mikið í einhverju)

Þannig langaði að spyrja hvað þið gerið. Takiði direct eða gegnum magnara, eða jafnvel í gegnum einhverja græju og svo í hljóðkortið.

Notiði eitthvað plugin ss. magnarahermi (kunningi minn lét mig fá Ampeg SVX magnaraherminn sem ég reikna með að prufa almenninlega í næstu upptökum), EQ, Compressor, og hvaða plug-in og hvað geriði í því

Ef þið eruð að taka upp magnara, hvernig magnara eruði að nota og hvaða mica ?

Ég hefði prufað að taka upp með magnara ef ég ætti eitthvað sem vit er í (Stefni á öfluga MarkBass stæðu næsta vor eða svo), hefði þá notað AKG bassatrommumic og/eða Shure SM57
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF