Við erum nokkrir gaurar að púsla saman bandi. Við lentum í því að mic-inn okkar feedbackaði svakalega(SM58), reyndum að færa söngmagnarann fjær og snúa honum á alla vegu en aldrei náðum við því að heyra í söngnum og ekkert feedback.

Æfingahúsnæðið sem við höfum er lítið horn í stórri vöruskemmu og þar erum við með trommusett, 2 gítar-, 1-bassa, 1-hljómborðs og 1 söngmagnara(reyndar gítarmagnari líka).

Einhver tips um hvað mætti gera til að heyra söng með á æfingum?
Einnig, þessi hljómsveit er sett saman til að spila á balli þar sem við verðum líklega að skaffa hljóðkerfi sjálfir, er tæpt að hver verði bara með sinn magnara eða þarf eitthvað spes kerfi?

Öll ráð vel þegin, takk fyrir.