Sælir.

Mér áskotnaðist MBox 1 (held ég, ég er ekki inní Mbox-um) þetta er allavega svona: http://www.soulboxmusic.com/catalog2/images/mbox-front-back%5B1%5D.jpg

Ég fékk bara tækið, ekki neina drivera, ekkert. Sá sem gaf mér þetta fékk þetta gefins og hafði aldrei tengt þetta. Ég ætlaði mér bara að reyna að koma þessu í gang til að leika mér með heima og svoleðis.

Spurningin mín er: Er hægt að fá drivera og svona dót á netinu þannig að það sé hægt að nota þetta án þess að registera??

Hvaða forrit get ég notað með þessu? Get ég notað t.d. Audacity, Soundforge 7.0, Acid??