Oki málin standa þannig að ég fékk gamlann magnara í hendurnar og hann heitir Carlsbro Scorpion, og magnarinn var eitthvað bilaður svo ég tók hann í sundur og tók keiluna úr honum, tengdi hana við jack snúru og long story short ég bjó til talkbox úr keilunni.
En svo þegar ég var búinn að taka magnarann sjálfann líka úr þá var bara umgjörðin eftir, sem sagt engin keila og engir takkar eða neitt, en mér finnst boxið svo töff eitthvað svo ég var að spá hvað ég ætti að gera við það, og mig langar að láta það í stúdíóið sem eitthvað dót, láta ljós inní það þar sem keilan er eða eitthvað svoleiðis, en ég veit ekki hvað nákvæmlega. Svo hvað finnst ykkur? Hvað ætti ég að gera við boxið? hér er mynd… http://www.thesoundgarden.co.uk/used%20equipment%20pages/Amps/Carlsbro%20Scorpion%20lead%20amp.html

Bætt við 24. desember 2006 - 16:40
PS: það er opið alveg á bakvið…