Sælir/sælar.
Ég er nú bara að pæla hvort einhvert ykkar þarna úti hafi gert ágætt stúdíó í 13-14 fm herbergi með svefnaðstöðu.
Með svefnaðstöðu þá er ég að meina, rúm/svefnsófi, fataskápur, sjónvarp. Skrifborðið og tölvan fylgir inní stúdíó-uppsetningunni.
Ef einhver ykkar hafið gert stúdíó á þennan hátt, þá væri gaman að fá að heyra hvernig þið gerðuð það, uppsetning og hvaða efni þið notuðuð, jafnvel myndir.
Sjálfur er ég að pæla í þessu og þess vegna væri fínt að fá að sjá hvernig aðrir gera þetta.
Fyrirfram þökk, Hörður Páll.