Jæja fyrst að svona margir eru að senda inn upptökur eftir sig ákvað ég að prufa líka. Ég held að ég eigi líka mest “ghetto” upptökugræjur sem fyrirfinnast..

Mixerinn sem ég nota er 16 rása Boss BX16 mixer sem mér var gefinn.. hann er nokkuð gamall, en ég er búinn að yfirfara flestar rásirnar á honum og hreinsa þær til og svona. Áður fyrr surgaði í rásunum ef að maður hækkaði eða lækkaði hana, en það er í lagi núna. Nokkuð skemmtilegur mixer samt sem áður, svona old school fílíngur.. hérna er mynd: http://www.deepsonic.ch/deep/pix/bx16.jpg

Gítarinn er ódýr peavey raptor rafmagnsgítar og digitech rp50 multieffect. Kassagítarinn er 50 ára gamall stálstrengja.

Þegar ég var að byrja á þessu tónlistarfikti tók ég upp acoustic gítarinn með 990kr mic úr elko, enda heyrist mikið surg í bakgrunninum. Trommurnar eru forritaðar í Reason auk syntha.. Þetta er ekkert spectacular, en here goes:

01: http://mp3download.myspace.com/music.ashx?bandid=120236977&songid=29956149&name=120236977_e60fb677

02: http://mp3download.myspace.com/music.ashx?bandid=120236977&songid=34582489&name=120236977_107f6118