Ef þeir koma hingað þá er það bara hið besta mál en í raun þá er ég ekki viss um að það væru margir sem myndu fara í hann hér á landi. Jú vissulega er hópur af fólki sem er tilbúið að fara í þennann skóla en ekki fyrir það verð sem þeir myndu setja á námið hér á landi.
Þess má líka geta að það eru nokkrir á Íslandi sem eru útskrifaðir úr SAE og ekki einn þeirra er að vinna við hljóð í dag nema fáir fyrir eigin tónlist (t.d. Mugison). Myndi halda að flestir myndu græða á því að fara út og læra þar því þeir eru líklegri til að fá vinnu þar. :)
Það að enginn sé með vinnu er ekki rétt. þekki tildæmis einn sem er að vinna fyrir rúv. Svo er annað í þessu, fara til lands sem mann langar að búa í (skólinn er jú í mjög mörgum löndum) og búa svo bara og vinna þar. Þekki einn íslenging sem fór til Hollands, hann býr þar núna með sitt eigið studio sem hann innréttaði með einhverjum stórum kalli í SAE.
Ég var nú bara að tala um afhverju ég efaðist um að SAE myndi vera stofnaður hér á Íslandi.
Þótt það séu fáir sem eru að vinna við þetta þá var mitt point það að ef það myndi vera stofnaður skóli hér á landi þá myndi vera lítið af starfi fyrir fólk sem kæmi úr því námi sem er dýrt nám, þ.a.l. myndi fáir fara i skólann og skólinn myndi ekki ganga.
Fyrir ári síðan þá vann enginn SAE menntaður einstaklingur hjá Hljóð-X, Exton né 365 ljósvakamiðlum.
Ef það er einhver sem vinnur hjá Rúv þá er hann ekki búinn að starfa þar mjög lengi eða hann er með meiri menntun. (Miða við mínar upplýsingar sem eru nokkuð áreiðanlegar þá er enginn einstaklingur starfandi á Íslandi sem er engöngu með SAE menntun).
En ef þú lest upprunalega póstinn minn þá sérðu að ég var samt að reyna að hafa point um efasemdir um stofnun SAE hér á Íslandi. :)
Það er nú reyndar alveg slatti af liði sem hefur farið í SAE og starfar í dag við hljóðvinnslu. Valgeir Sigurðson (t.d Björk, greenhouse.is), Finnur (Heita Pottinum), Biggi (sundlauginni) Arnar Helgi (unnið t.d með Ampop)og Eberg var með hljóðver í Oxford. Þarna nefni ég bara nokkra. Ég er í námi í SAE London, líkar mjög vel.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..