Góður megi dagur ykkar vera..

Ég las skemmtilega grein eftir gaurinn þarna, um heimastúdíó og er einmitt að fara að kaupa mér monitora. Þar sem ég er í vinnu úti á landi þá á ég ekki auðvelt með að bregða mér í búðir og skoða og hlusta. Þess vegna legg ég hér með formlega fram langa spurningu:
Þið sem eitthvað um málið vitið, er HS serían frá yamaha betri eða verri en t.d. TR serían frá event, og… er það þess virði að kaupa sér genelec monitora frekar(úr A8000 seríunni þ.e.a.s.)?