Að bæta tveimur preamp við Mbox2 Það eru eflaust margir Mbox2 eigendur sem eru að velta fyrir sér hvort eða hvenig þeir geti uppfært Mboxið sitt. Það er ekki hægt að nota tvö mbox2 saman og ekki er hægt að nota það samhliða öðrum upptökuhljóðkortum. Hins vegar hef ég fundið ágætis leið til að taka upp fjórar rásir með einu Mbox2 og og sex rásir með Mbox2 PRO. Ekki hægt með Mbox mini.

Með Box PRO er auðvitað hægt að nota mixer og direct out's á honum til að senda inn í aux og ná þannig fjórum preamp.

Það sem til þarf:

Mixer með tveimur preamp.
Ef þetta er lítill mixer er hægt að nota main outs og pana hvora rásina um sig left/right. Á stærri mixerum með fleiri möguleikum er hægt að nota direct outs, insert, groups, aux eða önnur sniðugt output. Held að margir Mbox2 eigendur eigi einmitt mixer.

Analog - S/Pdif breytir, í mínu tilviki TC M350 multieffect. 26.900 kr hjá Exton. Hægt að fá ódýrari græjur í þetta, en auðvitað eru mismunandi gæði í þeim.

Það sem ég geri einfaldlega er að tengja hljóðnemana við mixerinn, mixerinn við effectinn, sem getur virkað sem tveggja rása S/Pdif breytir, og S/Pdif out á honum við S/Pdif inn á Mboxinu. Þá er ég kominn með fjórar rásir. Þetta hefur reynst mér mjög vel.

Vona að þetta nýtist ykkur eins vel.