Ég byrjaði að taka upp snemma í 4. bekk.
Ég var með litla sony myndavél sem tók upp myndbönd og ég spilaði bara og tókk upp en síðan tengdi ég myndavélina við tölvuna og setti video-ið inn, ég importaði video-inu í movie maker og breytti því í audio file. þetta gerði ég þangað til í 7.bekk.

Þá fékk ég Mixer í jólagjöf mjög fínan Beringer og tengdi hann við tölvuna. Og þá gat ég byrjað að taka meira upp en bara gítarinn. Lengi vel tók ég upp í Sound Recorder sem fylgdi bara með tölvunni. En þá náði ég ekkert að vinna með hljóðið í tölvunni bara í mixernum.

Síðan keyptu ég og pabbi upptökuforrit frá hollandi að nafni “PolderbitS Sound Recorder” eða ég held að það sé frá Hollandi. En það er alveg fínt forrit en það leyfir manni ekki mikið að leika sér með hljóðið.

En núna í fermingargjöf fékk ég tvennar upptökugræjur, Maudio sem ég ætla að skila og Mbox Protools og ég er að reyna að basla í því að láta það virka og búa til trommutakt í því og fleira ef það er hægt.

En þetta var mín saga.
Aubbi
hoebag