Að setja upp heimastúdíó Hér er smá grein sem ég ákvað að setja saman í tilefni nýja áhugamálsins.

Margir hafa, í gegnum tíðina, spurt mig hvað þarf til að setja saman gott “byrjenda” og
“lengrakominn” heimastúdíó svo ég ætla að taka saman hvað gott heimastúdíó þarf að hafa, hvað ekki og hvað það kæmi til með að kosta.

Ég veti ekki með ykkur en ég þoli ekki að kaupa græju (eða hljóðfæri) þar sem tekið er fram að þetta sé góð byrjendagræja. Það er það mest pirrandi sem ég sé. Hver vill kaupa græju sem er flokkuð byrjendagræja? Ekki einusinni byrjendur vilja það. Þessi dæmi sem ég kem til með að taka um græjur eru ekkert “byrjanda” græjur neitt frekar og þurfa ekkert að hljóma “my first upptaka” nema ef um algjörlega óreyndan upptökumann er að ræða. Þá gætir þú alveg eins verið í flottasta stúdíó landsins og fengið lélegar upptökur. Græjurnar eru aldrei betri en sá sem er á bakvið þær…

Fyrsta sem þarf að spá í er hver aðal tilgangur stúdíósins á að vera. Ef til dæmis á bara að vinna í Reason og gera techno (Drum&Bass-Ambient o.s.fr) tónlist sem er öll innan tölvunar í t.d einu forriti þá ertu í raun ekkert mikið betur settur með 100 þúsund króna hljóðkort heldur en 5 króna sound blaster live kortið sem fylgdi með úr Elko, því að aðalkostnaðurinn við dýarara kortið eru Mic-preamparnir (innbygðu míkrófón formagnararnir) og A/D (analog to digital) breytarnir. Þetta eru hlutir sem skipta ekki máli þegar ekkert fer inn um hljóðkortið eða út úr því (Fyrir utan headphon-a eða monitor þegar það er verið að mixa). Þú getur auðvitað tekið upp söng með mic-num sem fylgdi tölvunni í sound recorder með gítar í höndinni og kallað það demo en það sem ég er að miða við er að setja upp heimastúdíó með smá mettnað.

Heimastúdíó dæmin sem ég ætla að setja upp miðast við að geta tekið upp gítar, bassa, söng og önnur acoustic og rafræn hljóðfæri, mixað og gengið frá á geisladisk.. Ekki trommur. Ástæðan fyrir því að ég set þetta upp með það í huga að taka EKKI upp trommur er sú að yfirleitt er það ekki raunhæfur möguleiki heimavið hjá fólki að taka upp trommur (í svefnherberginu?) auk þess sem kostnaðurinn við stúdíóið hækkar margfalt við það (þarf fleiri pre-ampa, fleiri rásir og fleiri mica). Sem dæmi: Það sem ég gerði, með mjög góðum árangri, til að fá trommur í mín lög er að nota forrit s.s “Fxpansion BFD” eða “Drumkit from Hell”.

Smá útúrsnúningur um BFD:
BFD er forrit þar sem búið er að taka upp helling af trommusettum rás fyrir rás með tugum af mismunandi áherslum á hverja trommu. Það sem gerir BFD sérstak er að búið er að taka upp hverja trommu í gegnum alla þá mic-a sem venjulega væru notaðir í pro upptöku. Þegar þú t.d slærð á snerill í upptöku stúdíói færðu hljóð í gegnum micinn sem er á snerill trommunni en á sama tíma færðu líka snerill í gegnum alla hina micana í kring. Þetta gerir það að verkum að þú hefur meiri stjórn á hljóðinu OG færð raunverulegri hljóð á sama tíma. Þú færð semsagt allar micana á sér rás, gjörsamlega ómixaða, svo þú getur mixað þær til algjörlega að þínum þörfum. Þarna ertu þá kominn með mun meiri pro soundandi trommur heldur en þú fengir nokkurtíman í litla herberginu þínu með 4 semi-ódýra mica, tengda beint í semi-ódýra hljóðkortið þitt. Ókosturinn væri kannski sá að ef þú ert ekki mjög fær í að mixa trommur til að byrja með þá ertu í raun ekkert mikið betur settur með 16 rásir af pro uppteknu trommusetti… en góð æfing. “Drum Kit from hell” væri henntugra fyrir þá sem vilja gott trommusound “beint úr boxinu” . Þetta eru mjög góðar leiðir að því að fá pro trommu sound í heimastúdíói með takmarkað peningaflæði. Reyndar gildir þetta um svo marga hluti. Í dag er hægt að fá nánast alla gömlu synthana, orgel og píanótegundir fyrirfram upptekið í sample bönkum. Þar er búið að gera alla erfiðisvinnuna fyrir mann. Tekið upp með dýrum micum, vel uppstilltum og í góðu herbergi (ef það á við). Oft er þetta mun betri kostur en að nota sæmilega mica á gamla píanóið heima.. nema það sé það sem þú sért að leitast eftir auðvitað. En nóg um það.

Hérna ætla ég að koma með smá lista yfir það sem ég tel að gott heimastúdíó kemst upp með að hafa. Ég ætla ekki að fara í neinar sérstakar tegundi (nema smá) á þessu lista. Ég fer svo betur yfir tegundir og verð seinna í geininni. Það sem heimastúdíó þarf að hafa (af minni reynslu auðvitað) er eftirfarandi :

-Tölva. Því hraðari og því meira minni.. því betra. Mæli með fyrir Pro tools notendur og aðra sem koma til með að nota margar rásir eða mörg hljóðvinnslu plugin að fara í 2gb í vinnsluminni.

-Gott hljóðkort með 2x mic formögnurum (Sleppur með 1x í sumu tilvikum)

-Midi Hljómborð. Mikilvægt fyrir svo miklu meira en að “spila á píanó” .. Midi borð eru t.d hægt að nota til að forrita trommur og önnur “virtual” hljóð og stjórna sythum og svo stillingum á pluginum sem hafa í raun ekkert með “pínó”.. Mjög þægilegt líka til að spara tíma að prufa hlóð um leið og þú kallar þau fram á tölvunni á hljómborðinu áðru en þú ferð til dæmis að sequenca (pikka inn með músinni) hljómborðspartinn.

-Mic (eða mica) .. Þessi partur fer í raun eftir því sem þú ætlar að gera. Ef þú þarft t.d bara að taka upp söng og ekkert annað þarft þú bara einn sæmilegan söng mic og ekekrt annað. Aðrir vilja hafa möguleika á því að taka upp önnur hljóðfæri. Best væri t.d að eiga “large diaphragm Condenser” mic sem getur tekið upp söng og svo tvo minni “small diaphragm Condenser” til að taka upp t.d kassagítar og píano (og í raun öll acoustic hljóðfæri).. En þetta getur verið kostnaðarsamt. Annar kostur væri t.d að eiga einn góðan mic sem gæti bæði séð um söng og annað (eins og gítarinn). Þú getur átt rándýran mic með sæmilegan mic formagnara (í hljóðkortinu) eða rándýran formagnara (já þeir geta sko orðið dýrir!) og skítsæmilegan micog fengið nokkurnvegin sömu niðurstöðu. Það borgar sig ekki að spara á formögnurunum frekar en mic-unum og um að gera að kynna sér hvað hljóðkortið sem þú ert að spá í (eða átt) hefur uppá að bjóða í þeim efnum.

Önnur leið væri að fá sér mic í líkingu við klassíska Shure SM58. Hann er dynamic (ekki condenser.. en það er efni í heila, mun lengri grein!) svo hann er ekki eins næmur, enda gerður fyrir live performance s.s söng eða gítarmagnara. Þessi gæti vel dugað í heimastúdíóið en þó ekki fyrir hljóðfæri eins og kassagítar. Þessi “Kóngur” dynamic mic-a hefur verið notaður í óteljandi live plötum og þó nokkrum studio upptökum líka. Reyndar er ShureSM58 (eða Beta 58 ef þú ert fancy) ekkert einu micarnir sem koma til greina í þessu verð og gæðaflokki. Ef þú ert í þessum pælingur er vel þess virði að skoða Sennheiser evolution seríuna.

-Monitor (eða headphones). Þetta er sá partur sem oftast er horft framhjá eða sparað á þegar setja á upp heimastúdíó. Kamla klisjan “Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn” á vel við hér. Margir hafa ákveðið að gömlu tölvuhátalarnir eða fermingagræjurnar séu einfaldlega nóg til þess að gera top mix. Studio monitorar eru gerðir með það í huga að halda tíðnissviðinu sem flötustu svo þú fáir FLATA og þar með rétta mynd af öllu tíðnissviðinu (svo þú setir t.d ekki of mikinn bassa (eða treble) eða lítinn eftir því hvernig græjurnar hljóma). Ferminga græjurnar og tölvu hátalararnir eru oft gerðar með það í huga að gefa sem mestann bassa og hennta yfirleitt ekki sem monitorar. Einnig spilar auðvitað inní þetta allt saman hvernig herbergið liggur, hvaða efni það er samanstendur af og hvernig hátalar eru stilltir af og þá sérstaklega hvort þeir séu í fasa..

Ef þú ákveður að nota hátalara sem þú hefur (sama hvaða gæði þeir bjóða) er mikilvægt að þekkja inná þá, hlusta á tónlist í svipuðum stíl og þú ert að taka uppí og hlusta eftir hvernig lagið hljómar í þeim og vera með það lag (eða önnur í sama stíl) við höndina og miða hljóðið útfrá þeim. Þetta er reyndar gott ráð sama hversu góða monitora þú ert með. Einnig er gott að taka pásur reglulega því eyrun verða svo fljótt þreytt (vegan þess að bassi berst til eyrnanna fyrr en hár tíðnir) og veldur fyrirbrigði sem kallast “Ear fatigue” (eyrna þreyta). Dýrari monitorar, sumir hverjir, bæta upp fyrir þetta með því að reikna og seinka bassanum svo hann berist á sama tíma til eyrnanna og valid því síður “Ear fatigue”. Einnig er mjög mikilvægt þegar þú telur þig vera kominn með gott mix að prufa að hlusta á mixið þitt á mismunandi stöðum s.s í bílnum og í herbergi systur þinnar til að fá berti heildarmynd sem fermingagræjurnar gefa t.d ekki alltaf. .. enn og aftur er ég kominn út fyrir efnið og þetta er efni í enn aðra grein (seinna). Þeir sem nota headphones til að mixa hafa oft komið með þau rök fyrir því að það sé henntugra vegan þess að það í raun komi í veg fyrir útfösun og áhrif herbergisins. Þetta er að einhverju leiti rétt en… Þetta er svo sannarlega enn annað efni í grein!

Til að taka saman það sem ég tel þig þurfa til að stofna gott heimastúdíó: Tölva, Hljóðkort, Midi hljómborð, Mic (einn eða fleiri) og monitora (hátalara) eða Headphones.

Það sem heimastúdíó þurfa ekki, að jafnaði, að hafa eru patchbay eða mixerar. Mjög margir kaupa mixer mjög snemma í heimastúdíó pælingunum og hafa svo ekkert að gera við þá. Ef þú ert með setup eins og ég tala um hérna, þ.e eitt gott hljóðkort með t.d 2x inn þá er enging ástæða til að setja mixer framan við inputin, nema eigi að taka upp live hljómsveit á tvær rásir. Engin sérstök ástæða er heldur að hafa mixer við outputið á hljóðkortinu þar sem það er í flestum tilfellum bara að fara á einn stað, í monitorana (í gegnum margnara t.d eða í headphones) .. Því lengra sem hljóð þarf að ferðast því meira tapar það gæðum á leiðinni. Ekki setja mixer bara til að vera með mixer þó svo það sé rosalega flott að vera með ódýra 4 eða 8 rása behringerinn sinn á borðinu. Og það er það!

Hérna eru dæmi í mismunandi verðflokkum um nokkur heimastúdíó og hvað þau myndu kosta í heild. Ég tek ekki tölvu með inní þetta dæmi því ég geri ráð fyrir því að þú, lesandi góður, eigir tölvu og komir til með að nota hana. Verð eru miðuð við að flest sé keypt hér á klakanum en oft er hægt að spara einhvern perning með að leita að þessum hlutum notuðum eða nýjum t.d á ebay. Auðvitað eru til endalausir möguleikar í samsettningu á heimastúdíóum og þetta eru bara dæmi til viðmiðunar en ekkert skorið í stein. Þetta er eins og ég sagði áðan ekki miðað við trommu upptökur. Stærri studio með það í huga er efni í aðra grein sem er á teikniborðinu.





Dæmi 1 = 196.000 kr:

Hljóðkort: Mbox2

Verð í hljóðfærahúsinu: 46.900 kr.

Þetta, að mínu mati, er það besta í heimaupptöku (og reyndar pro líka). Ekki spillir fyrir að Pro tools fylgir með, sem er fyrir löngu orðið “industry standard” í upptökum heimavið jafnt og í flottustu studioum í heiminum. Þú getur samt notað Cubase eða önnur upptökuforrit ef þú kýst í staðinn.

Midi hljómborð: KeyControl49 frá ESI
Verð í hljóðfærahúsinu: 10.900 kr.
Þetta er í raun ekekrt betra eða verra en hvað annað. Midi hljómborð eru bara einfaldar stýringar til að spila hvað sem er í tölvunni. Þetta borð er mjög einfalt og ódýrt. Helsti ókosturinn kannski er sá að það eru engir “assignable knobs” eða sleðar sem þýðir einfaldlega að það eru engir auka takkar eða sleðar sem hægt væri að binda við skipanir í forritinum sem þú notar. Þetta er alls enginn ókostur fyrir marga svo ég setti þetta borð inn.


Mic/micar: Rode K2
Verð í tónastöð: 58.400

Rode eru snillingar. Þeir framleiða pro vörur á mjög lágu verði. Þessi mic hefur margt uppá að bjóða og var valinn “Besti studio hljóðneminn” af 56 virtustu hljóðupptökutímaritum heimsins á Frankfurt Music Messa sýningunni 2004. Hann er large diaphragm Condenser mic sem hentar mjög vel fyrir söng og einnig komið mjög vel út á acoustic gítar (þjóðlaga gítar) bæði einn sér og með öðrum mecum. Þetta er lampa skratti sem sameinar skýrleika og 50’s og 60’s hlýleika. Með honum fylgir shock mount (stykki sem festir micinn við mic stand og kemur í veg fyrir titringstruflanir). Hann hefur svokallað Variable pattern. Það þýðir einfaldlega að hann getur tekið hljóð inná sig beint framan á, báðum megin við sig eða allan hringinn (Directional, Figure 8 og Omni). Það sem gerir hann svo sérstakan (fyrir utan hversu vel hann hljómar) er að hægt er að fara alveg mjúkt á milli þessara stillinga. T.d hafa hann stefnuvirkann framanvið með smá “touch” af “Figure 8”.. þannig að hann taki hljóð inná sig að framan og líka smá að aftan.. flókið? Þessi mic hefur verið vinnuhesturinn minn í langan tíma og kemur sennilega til með að vera það í lengri tíma.

MXL 603s (x2) (einnig hægt að kaupa par í tösku af ebay á um 150 dollara)
Verð í hljóðfærahúsinu: 13.990 kr. stk = 27.980 kr .

Þessi hefur reynst mjög vel (par af þeim, það er) í upptökum á gítar og fleiri hljóðfærum. Bæði einn og sér og í bland með Rode K2. Þetta er frekar ódýrir micar miðað við gæði og þetta er það sem hljóðfærahúsið hefur um þá að segja:

Einn vinsælasti hljóðneminn frá MXL.
Ábyrgur fyrir frábæru gítarsándi á síðustu plötu Magga Eiríks og KK.
Var jafnvel notaður í söng á sólóplötu Davíðs Smára á árinu.
Sérlega góður fyrir “overhead” trommuupptökur, strengi o.fl.

Monitorar (hátalarar):
Event Electronics
Tuned refernce 6
Verð í Tónastöðinni: 52.000 kr.

Þetta eru ótrúlegir “near field” monitrorar í hæsta gæðaflokki með verðmiða sem áhugamaðurinn ætti að ráða við! Í heimastúdíói er ekki ástæða til að bæta við “mid field” eða “far field” monitorum nema pabbi þinn sé Jóhannes í bónus. Tuned refrence monitorarnir voru hannaðir með það í huga að veita flatt tíðninsvið með áherslu á að bassinn væri hreinn og réttur jafnvel þó að þú hengir monitorana á veggin hjá þér (blokkar ekki loftflæðið á þeim). Hannaðir í 2 ½ ár með pro-stúdíó í huga, með stóran “sweet spot” sem hentar fullkomnlega heimavið og tweeterinn sérhannaður af Event Electronics til þess að koma í veg fyrir “ear fatigue” (eyrnaþreytu). Þeir eru active svo enginn magnari að bæla eða lita hljóðið… Spot on!







Dæmi 2 (Ódýr pakkinn) = 67.900 kr.

Þrátt fyrir að vera rúmu 100 þúsund krónum ódýrari en fyrri pakkinn er þetta í raun ekkert síðri lausn fyrir þá sem eru á “budgeti”.. Þetta er allt hágæða víma sem ætti að skila pro hljómi ef heili er á bakvið notkun, sem reyndar gildir um allar upptökugræjur.

Hljóðkort: Line6 Toneport UX2
Verð í tónastöðinni: 22.300 kr.

Þetta eru ný hljóðkort frá Line6. Fólk þekkir þá sem framleiðendur Variax hljóðfæranna og Pod-sins. Line6 hafa verið fremstir í flokki digital hljóðfæra og gítar/bassa magnara og effecta herma. Nú er þeir komnir með hljóðkort sem lofar mjög góðu. Kortið ræður við hljóð upplausn uppá 96khz og er með 2x gamaldags “VU METER” framan á sér sem hægt er að stilla á input, output eða recording. Kortið hefur tvo mic preampa og instrument input, helling af tengimöguleikum. Þetta er ódýrt og virkilega vandað kort sem hellingur af auka forritum og pluginum fylgja. Þú kæmir þá væntanlega til með að nota forrit s.s Cubase, Logic eða Adobe audition með þessu korti.

Midi hljómborð: KeyControl49 frá ESI
Verð í hljóðfærahúsinu: 10.900 kr.
Þetta er sama MIDI hljómborðið og ég setti í dæmið hér að ofan. Þett aer ódýrt borð og ég setti það með því MIDI borð er bara MIDI borð. Hægt að skipta þessu út fyrir borð með fleiri nótum eða tökkum/sleðum ef þörf á.

Mic/micar: Rode NT1
Verð í tónastöðinni: 24.800 kr.

Já, ég er ofur hrinfinn af Rode hljóðnemum! Þessi er ódýr large diaphragm Condenser sem gefur svo sannarlega mikið fyrir verðið! Þetta er sannkallaður “allrounder” því hann hljómar mjög vel á song og tekur inná sig mikinn bassa svo hann hentar fyrir nánast allar upptökur.

Að öðrum kosti væri þess virði að kíkja á í sama verðflokki: MXL V69 lampahljóðnemi á 28.990 kr í hljóðfærahúsinu eða bara einfaldlega Shure SM58 Beta á c.a 17.000 í tónabúðinni, klassískur dynamic mic sem hefur verið notaður í live upptökum, á tónleikum og í studio upptökum. Einnig væri ekkert úr vegi að skella einum Shure SM57
Með í pakkan til að taka upp kassagítar og gítar/bassa magnara en þeir eru á c.a 10.000 kr í hljóðfærahúsinu.

Monitorar (hátalarar): M-audio Studio Pro
Verð í tónabúðinni: 9.900.

Það er erfitt að velja ódýra monitora en í þessum verðflokki standa þessir litlu skrattar langt uppúr örðum. Það fylgja standar með þeim sem er góður plus og M-audio segja þessa monitora vera byltingu í ódýrum desktop monitorum. Þetta er góð byrjun og henntar þessum ódýrari pakka mjög vel.

Að öðrum kosti væri þess virði að kíkja á þennan sem eru þó dýrari: M-audio DX4 verð í tónabúðinni: 19.600 kr.





Dæmi 3 (Dýrari pakki) = 350.400 kr.

Hljóðkort: RME Fireface 400
Verð í tónastöðinni: 109.900 kr.

Þetta kort hef ég reyndar enga reynslu af persónulega en á víst að sparka í rass. Þetta lítur út eins og industrial kort sem er gert til þess að virka vel án þess að líta of fallega út :P .. Hljóð upplausn fer allta að 192KHZ sem er náttúrulega argasta geðveiki og kæmi sennilega ekki til með að vera notuð heimavið þar sem CD er miðillinn (44KHZ 16bit). Þetta kort hefur genfið rosalega dóma og ku vera notað af mörgum upptökumanninum þar sem stærð skiptir máli, á ferð og flugi.

Að öðrum kosti væri vel þess virði að kíkja á þetta: Mbox2
verð í hljóðfærahúsinu: 46.900 kr. (sjá ofar í dæmi 1)




Midi hljómborð: KeyControl49 frá ESI
Verð í hljóðfærahúsinu: 10.900 kr.
Enn og aftur set ég þetta einfalda, ódýra MIDI borð hérna inn. Að örðum kosti er þess viðri að skoða MK-449C eða MK-461C MIDI borðin frá tónastöðinni sem eru bæði satærri og vandaðari, en MIDI er bara MIDI, right…

Mic/micar: Neuman TLM 103
Verð í Pfaff: 99.900 kr.

Þetta er gullfallegur cardioid large diaphragm Condenser. Capsule-ið er byggt á K87 týpunni sem er vel þekkt í klassísku vinnuhestum frá Neuman eins og U67 og U87. Þessi mice r fullkominn í upptökur á söng, gítar, trommum og hverju öðru sem þú getur hent í hann. Hann hefur haft öruggan sess í verkfæratöskum atvinnumanna um langa hríð. Eitt sem ég hef tekið eftir þegar ég skoða umfjallanir um þennan mic er hversu allir virðast sammála um að hann geri söngvara “betri og stærri”. Vel þess virði að kynna sér þennan þegar lotto peningurinn skilar sér.


Rode NT3 x2
Verð í tónastöðinni: 24.800 kr. per Stk. 2x = 49.600

Ég bara varð að láta þessa Rode fljóta með. Þetta eru small diaphragm Condenserar sem eru fullkomnir á kassagítar og í raun öll þau hljóðfæri sem nákvæmni og hljómur skiptir öllu máli! Ég er sucker fyrir Rode hljóðnemum því þeir, að mínu mati, bjóða bestu gæðin fyrir lang minnsta verðið!

Monitorar (hátalarar): Studio Precision 8
Verð í Tónastöðinni: 128.000 kr.
Þessir eru flaggskip studio Precision. Þessir hafa alla sömu kosti og “6 týpan” sem ég tók fram í dæmi 1. Þessir eru stærri og nákvæmari í endursköpun bassa og hæstu tíðnanna. Þeir eru hreint út sagt atvinnutæki í hæsta gæðaflokki.


Að öðrum kosti væri vel þess virði að kíkja á:

Yamaha NS-10 (frá 500 dollurum og uppúr. Fer eftir framleiðsluári og týpu) sem eru nokkurnvegin “industry standard” í pro studioum og koma í active-um og passive-um týpum. Þessir monitorar voru fyrst framleiddir sem hátalarar til heimanota en eftir að einhver snillingur fann það út að tíðnisviðið á þeim væri gullfallegt til studio notkunar voru þeir teknir af markaðinum og gefnir út stuttu seinna sem “studio monitorar” með verðmiða í samræmi við það. Samt sem áður sennilega þektustu [og bestu] monitorar seinni tíma.





Ég vona að þessi grein komi að einhverju gagni fyrir ykkur sem eru að spá í að koma upp heimastúdíói. Ég á það til að fara aðeins útfyrir efnið þegar ég byrja en vona að þetta hafi sam skilað sér. Auðvitað eru þetta mínar skoðanir og smekkur og dæmin sem ég tók bara einn möguleiki af miljón og endalaust hægt að mix-matcha og skipta út hlutum Sumir vilja ekkert sjá Rode mica yfir höfuð (crazy I know) og aðrir hata pro tools.. Þá er það bara ykkar að finna kort sem hennta því sem þið eruð að fara að gera. Endilega koma með álit á þessari grein og önnur dæmi. Næst er ég að hugsa um að gera grein um stærri heimastúdíó sem yrðu þá með það í huga að taka upp trommur á ódýran en pro hátt.