"Ódýrt" heimastúdíó Mig langaði aðeins að fjalla um heimastúdíóinu sem ég hef verið að koma mér upp. Ég er með flipp-hjómsveit í 2 hæða einbílishúsinu mínu (bílskúrnum) þar sem við erum að leika okkur að semja og covera. Þetta byrjaði með því að ég fann notað digi001 og protools sem ég tengi við gömlu heimilistölvuna. Keypti mér ódýran Mic í tónabúðinni. Þenna mic er svosem hægt að nota í flest allt. Þegar við tökum upp trommur þá notum við hann og einn sure mic sem félagi minn í bandinu á. Við látum þá sem overhead yfir trommusettið svo einn venjulegann mic í bassatrommuna. Þótt ótrúlegt sé þá kemur bara fínnt sound út úr þessu. Þótt þá væri ekkert verra að hafa trommu-mica, en þetta virkar vel.

Allaveganna tilgangurinn með þessu var að setja upp smá verðlista, þetta þarf ekki að vera svo dýrt!! =)

Digi 001 (notað) = 20.000þ
Mic = 10.000þ
usb/midi borð = 10.000þ
annað (td.snúrur&standar) = 10.000þ
= 50.000þ

(tek fram að verð eru ekki 100% en mjög nálægt því)

Ég held reyndar að ég hafi verið heppinn með að hafa fengið mjög vel með farið Digi 001 á þessu verði. Þótt að Mic-inn sé ódýr þá kemur allveg frábær gæði í upptökum. Midi borðið er mjög sniðugt til að fá auka “þéttingu” í löginn. Þarf ekki að vera stórt, keypti mitt í hjóðfærahúsinu og það fylgja ókeypis tónlistarforrit með því sem er allveg nóg til að byrja með.

Svo ef menn eru vakandi fyrir notuðum hlutum (td. þegar það er verið að selja M-box hérna á huga) þá bara skella sér á þetta. Ég hafði 0% reynslu á hljóðvinnslu þegar ég keypti mér Digi 001. En mér hefur tekist með þessum græjum og fikti í protools að taka upp mjög góð lög og er það endalaus skemmtun!!!