Jæja, myndakeppni hefst nú á áhugamálinu.

Myndakeppnin mun snúast um hópmynd af hljóðfæragræjum notenda!

Leiðbeiningar og relgur eru eftirfarandi:

Sendið myndina inná áhugamálið og merkið hana "Myndakeppni - [Nafn Notenda]"
Hver notandi má senda inn eina mynd.
Í dómnefnd eru allir notendur huga. Könnun verður send inná áhugamálið og mun hún ráða úrslitum.
Það er skylda að myndirnar séu einungis af græjum notenda, ef að inná myndini verða hljóðfæri sem að notandinn á ekki þá verður myndin felld úr keppni.
Einnig ef að grunur er um að myndin sé af netinu, eða stolinn á einhvern hátt þá verður hún dæmd úr keppni. Ef að þannig tilvik kemur upp munu stjórnendur tala saman um það og ákveða. Allar ábendingar munu vera teknar til greina frá notendum ef einvhern grunar svindl.
Myndin þarf auðvitað ekki að innihalda helling af hljóðfærum, eða álíka heldur ættu notendur að dæma eftir gæðum myndarinnar og uppsetningu.
Það má senda inn mynd sem hefur áður komið inná áhugamálið, svo lengi sem þú átt ennþá öll hljóðfærin á henni.
Það er ekki skilyrði að hafa texta með myndinni, en upptalning og upplýsingar eru áræðanlega plús.
Myndirnar verða einnig að fara eftir almennum reglum huga á áhugamálsins. Hún verður að vera í ásættanlegum gæðum og ekki sýna neitt sem myndi fara fyrir hjartað á einhverjum.

Verðlaun verða einungis í huga stigum.
1. sæti fær 150 stig
2. sæti fær 100 stig
3. sæti fær 50 stig.

Ef að þátttaka verður góð í keppnini þá mun verða önnur keppni (mynda, myndbanda eða greina) og þá mun ég tala við einhverjar hljóðfærabúðir um verðlaun.

Myndirnar í keppnina muna fara í bið og verða samþykktar allar á sama tíma, og um leið mun könnunin fara í gang.

Frestur er til 25. Apríl!
Nýju undirskriftirnar sökka.