Mig langði að benda notendum á að ef þeir ætla að tilkynna stolinn hljóðfæri væri best að hafa samband við mig eða aðra stjórnendur, og við munum senda inn tilkynningu hingað með öllum upplísingum um málið.

Ástæðan er sú að þegar þráður með upplísngum er sendur inn hverfur hann nokkuð fljótlega vegna þess hversu mikil traffík er á áugamálinu. En tilkynning getur lifað hér efst á áhugamálinu í margar vikur.
Held að það sé fátt verra fyrir hljóðfæraleikara en að missa hljóðfærin sín (jújú, aids og það að missa hendurnar) og þessvegna er best að auglýsa málið vel í von um að hljóðfærin fynnist sem fyrst.

Bendið líka öðrum hljóðfæraleikurum á þetta að nýta sér þessa þjónustu okkar ef þeir eru ekki á huga.

Og svona til að skapa smá umræðu: Komið með nokkur tips um hvað á að gera ef að dótinu manns er stolið og hvernig má koma í veg fyrir það.

Það fyrsta sem mér dettur í hug er að hafa samband við tryggingafyrirtækið sitt og athuga hvort að tryggingin manns nái yfir dót í æfingarhúsnæðum til dæmis. Ég talaði við sjóva og okkar heimilistrygging náði yfir þetta ef að ég myndi taka myndir af öllu mínu dóti þarna og hafa það skráð nákvæmlega hvað það væri.
Nýju undirskriftirnar sökka.