Jæja .. þá er kosningu lokið og úrslitin ljós. Það er augljóst að notandinn leadguitar er með auga fyrir hönnun, því hans bannerar voru í fyrsta og öðru sæti, en sá sem varð fyrir valinu var þessi hér: http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=6409606

Til hamingju leadguitar, og að sjálfsögðu aðrir notendur hér, með góðan banner.

Beiðni hefur verið lögð inn til vefstjóra um að skipta bannernum út, og veltur það nú allt á honum hvenær hann kemur inn, en miðað við biðina hjá öðrum áhugamálum sem nýlega hafa beðið um það sama, þá gæti það verið alveg dágóður tími, enda bannerar á undiráhugamálum kannski ekki fremst í forgangsröðinni. :P