Nú er formlegur skilafrestur útrunninn. Myndirnar koma inn í kvöld og kosning hefst (ef ég man rétt dagsetninguna sem ég skildi eftir lausa í kannanaröðinni) 11.jan.

Ef einhverjar frábærar hugmyndir leynast enn þarna úti er enn möguleiki að hleypa þeim inn, en þær verða þá samþykktar rétt áður en könnunin kemur til að þeir sem skiluðu á réttum tíma fái meiri tíma í loftinu en slóðarnir.

Vil þakka þeim sem sendu inn og óska þeim góðs gengis.

Bætt við 9. janúar 2009 - 22:28
Eftir nánari eftirgrennslan kom í ljós að upphafsdagur könnunar er 14. janúar, þ.e. á miðvikudaginn kemur.