Jæja, ég sótti um stjórnenda stöðu nú fyrir svona mánuði og er nú orðin stjórnandi á áhugamálinu /hljodfaeri. Ég ætla að reyna að standa mig vel, lesa vel yfir allt og stuff og byrja allavega að aktíva myndbandakubbinn. færann aðeins ofar og setja nýtt myndband á nokkura daga fresti. Hvet fólk til að senda mér linka góð myndbönd af youtube þar sem að hljóðfæraleikarar fá að njóta sín, og þá helst að senda mér trommuvídjó þar sem ég þekki fáa trommara og veit ekkert um það. En já, ég ætla mér líka að færa greinar sem hafa ekki verið færðar yfir í Fróðleikshornið (sem að btw fleiri ættu að kynna sér þar sem þar eru svör við 20% korkana sem koma hingað inn) og bara vera duglegur við hitt og þetta sem gerist hérna.

vona að það verði tekið vel í þetta hérna.
Nýju undirskriftirnar sökka.