Jæja .. nú eru 5 dagar til stefnu til að senda inn banner í bannerkeppni /hljodfaeri. Þegar eru komnar inn einhverjar góðar hugmyndir, en ég veit að hér hljóta að leynast fleiri, enda áhugamálið búið að vera viðloðandi topp-10 á Huga eins lengi og elstu menn muna. Munið bara: 629x107 pixels á PNG formati, fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldið.

Að gefnu tilefni vil ég líka minna á það að bannerarnir verða ekki samþykktir fyrr en skilafrestur er útrunninn, til að allir fái jafna athygli, en allir sem senda hér eftir fá einkapóst til staðfestingar þegar ég sé innsendinguna til að draga úr efa um að myndin hafi skilað sér þar sem hugi sendir víst ekki póst fyrr en myndin er birt.

Hvítur bakgrunnur með hinum og þessum myndum klipptum inn á í anda upprunalega bannersins virkar mjög vel, en er alls engin skylda, og ég veit að persónulega, hefði ég einhvern snefil af photoshophæfileikum, myndi ég sennilega nota drapplitan bakgrunn til að falla inn í bakgrunnslit síðunnar (hint, hint ;).

Hvet ég menn til að skoða sig um á vefnum til að sjá hvernig þetta hefur verið gert annars staðar (undiráhugamál undir bókmenntum og listum annars vegar og tilverunni hins vegar hafa verið sérstaklega dugleg við að skipta út bannerum). Menn hafa alveg verið að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, oftar en ekki með mjög flottri útkomu, svo ekki vera feimin við að láta ljós ykkar skína!