Þá er komið að því .. stundin sem margir hafa beðið eftir með mikilli óþreyju. Nú verður hér haldin myndakeppni til að velja nýjan banner fyrir áhugamálið!

Ferlið er afar einfalt. Þið sendið inn mynd í gegnum myndakubbinn, vandlega merkta keppninni í fyrirsögn. Þegar keppni lýkur verður svo sett inn könnun þar sem þið, notendur á áhugamálinu, veljið besta bannerinn.

Myndin þarf að vera 629x107 pixels og á PNG forsniði og að sjálfsögðu þarf hún að tengjast á einhvern hátt hljóðfærum eða tónlistarsköpun.

Skilafrestur er til 8. janúar, svo þið hafið hálfan mánuð. Myndirnar munu allar bíða samþykkis fram að þeim tíma til að allir fái sama “airtime” hvenær sem þeir skiluðu af sér verkinu.

Smáa letrið: Stjórnendur áskilja sér rétt til að hafna bannerum sem þeir telja óviðeigandi. Umsóknarfrestur gæti lengst ef móttökur verða dræmar.

Takk fyrir mig og gleðileg jól
b.