Vildi koma á framfæri, svona í tilefni dagsins nokkrum punktum frá mér varðandi myndir.

Þegar að ég samþykki myndir þá er ég oftast með ákveðnar viðmiðunarreglur í hvaða röð ég samþykki þær.

Ég reyni að samþykkja myndir ca. einusinni á dag og samþykki þá oftast allar myndirnar sem í bið eru.

Þær myndir sem að lenda á forsíðu tala ég um sem myndir sem ganga fyrir. Þegar ég samþyki myndir þá samþykki ég myndirnar sem ganga síst fyrir fyrst, og svo koll af kolli þangað til að síðasta myndin lendir á forsíðu

Myndir notenda af þeim sjálfum eða hljóðfærum þeirra ganga fyrir öðrum myndum.
Til að ákvarða hvaða mynd lendir á forsíðu skoða ég myndgæði, svo að besta og flottasta myndin lendi á forsíðunni. Ef að fleiri en ein mjög flott mynd er í bið geymi ég oft aðra þeirra til næsta dags, svo að þær fái báðar að prýða forsíðuna.

Myndir af hljóðfærum sem notendur eru að fara að kaupa eru næstar í röðinni. Myndir teknar af kaupanda eða seljanda hljóðfærisins ganga fyrir myndum teknum af heimasíðu framleiðanda eða öðru “alveg eins” hljóðfæri af netinu.

Næst í röðinu eru flottar myndir af hljóðfæraleikurum með hljóðfæri sín eða skondnum hljóðfærum. Einnig gildir með þær myndir að myndir sem eru ekki “stock” myndir (oftast tekið beint framaná hljóðfærið með hvítum bakgrunn eða einhverri daufri grafík í bakvið) framyfir stock myndir.

Síðast í röðinni eru stock myndir af gítörum, og er ég að spá í að fara að hafna svoleiðis myndum (t.d. ef að einhver sendir inn Stock mynd af mjög hefðbundnum gítar, t.d. stratocaster eða Les Paul) þar sem að nóg hefur komið af svoleiðis fyrir.


Þetta eru einungis persónulegar viðmiðanir en langaði að gefa notendum innsýn í á hvað ég horfi við myndasammþykktir.

Ég vill smám saman vinna að því að fá betri og flottari myndir hingað inná áhugamálið.

Mér fanst einmitt leiðinlegt að sjá í ljósmyndakeppninni hve mikið var af lélegum eða illa teknum myndum. Þar sem að persónulega finst mér mun skemmtilegra að skoða góðar myndir.

Með góðri mynd meina ég mynd sem er í fókus, lítið hreyfð, ekki of björt eða of dimm, myndbygging ágæt (að ekki vanti hluta af myndefninnu inná myndina) og fleira í þá áttina.

og ekki vera hrædd um að andmæla mér eða gagngrýna. Ég er nú orðinn nógu þroskaður til að taka gagngrýni.

Með von um betri myndir,
-Addni
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF