Gleymt lykilorð
Nýskráning
Hljóðfæri

Hljóðfæri

7.030 eru með Hljóðfæri sem áhugamál
113.284 stig
384 greinar
39.628 þræðir
105 tilkynningar
4.188 myndir
968 kannanir
254.447 álit
Meira

Ofurhugar

HoddiDarko HoddiDarko 1.490 stig
Diddii Diddii 1.040 stig
Tjeko Tjeko 966 stig
negrasvikari negrasvikari 832 stig
Noisemaker Noisemaker 826 stig
Addni Addni 820 stig
HlynurS HlynurS 814 stig

Stjórnendur

Strat Project - Road Worn extreme (8 álit)

Strat Project - Road Worn extreme
Sælir félagar, ég tók mig til fyrir ári og ákvað að skella mér í smá project eftir að hafa heillast að Fender Stratocaster Road Worn línunni.  Hugmynd mín var þó örlítið ýktari heldur en þessir settlega eyddu Fenderar.  

Ég varð mér úti um Squier Stratocaster nánar tiltekið 20 ára Squire afmælis affinity týpu, hann var varla spilhæfur þegar ég fékk hann í hendurnar fyrir 12 þús. 

Hlutir í gítar :
Fékk mér tvo nýja gorma, söðla,  nýja potta, switch, input, þriggja laga pickguard og pickupa sett úr USA Fender Strat.

Fyrir útlitið :
Skellti mér því næst útí BYKO og keypti saltsýru og vatnssandpappír.
Heima átti ég til salt, oliívu olíu, espresso kaffi til að bæta útlitið og einnig skóáburð sem nauðsynlegur er til að ná réttum lit og áferð.


Verkefnið byrjað :
1. Að dangla á vel völdum stöðum í gítarinn þar sem líklegt er að maður reki hann í til þess notaði ég nokkur verkfæri hamar, skrúfjárn og sporjárn svo bjó ég til lakk rispur og chip með hníf.

2. Að matta allt boddýið með vatnspappír og búa til slitfleti og ýkja þá, svo borið olíu á boddýið til að dekkja það aftur.

3. Járnhlutir lagðir pússaðir og lagðir í sýrubað, hér verður að passa uppá tímann því söðlarnir sem voru í gítarnum gufuðu bókstaflega upp.

4. Skella hlutum sem eiga að vera ryðgaðir í saltlausn og láta liggja útí í nokkra daga.

5. Pússa upp pickguard, knobs, pickup cover og rispa líka með hníf.

6. Pússa hálsinn og taka lakk af honum.

Hér er allri grunn vinnu lokið.
-----

7. Samsetning.

-----
*Að ná útlitinu að gítarinn sé eldgamall, mikið notaður og hafi aldrei verið þveginn og sjænaður(eða of mikið)

8. Hálsinn fékk á sig nokkrar umferðir af rótsterku espresso til að byrja með og svo dökkan skóáburð sem ég leyfði svo að harðna í nokkra daga.  Hausinn á honum tók ég svo og brenndi smá með kveikjara.

9. Pickguardið fékk á sig sama skammt og hálsinn og reyndi ég að búa til uppsafnaða drullu á tökkum og í kringum þá og pickup cover.

10. Pússaði með vatnspappír kringum pickguard til að gera rispur trúverðugari og svo olía á lakkið eftir á.

11. Tálgaði smá logo í hausinn á honum. 



Tími :
4-5 kvöldstundir sem fóru í þetta

Lokaútkoma:
Gítar sem lítur út fyrir að hafa lent í einhverju misjöfnu og er með stríðsáverka eftir mikið rokk.


Heilt yfir var þetta verkefni mjög skemmtilegt og gítarinn kemur mér skemmtilega á óvart, beinn og góður háls og heldur vel stillingu.


Vona að þið hafið gaman af þessu.


Kv. Björn Ingi

setup-ið mitt. (2 álit)

setup-ið mitt.
Hérna er mynd af draslinu mínu, er nokkurnvegin kominn með það sem ég þarf í bili.

Þetta er.
Roland SH 201 synth.
Roland SP-404 sampler
Numark tt500 turntable
Numark M101 dj mixer

Síðan er hundgamall og lélegur makki þarna líka sem ég nota ekki.

Pedal Projects pedalaborð (6 álit)

Pedal Projects pedalaborð

GFS Tuner > E11even > OCD > 2-Plexidrives-in-1 > TS-808 > Joyo British Sound > Boss DS-1 (Keeley Ultra + Seeing Eye mod eftir mig) > Boss SD-1 (Keeley 5 star + fleiri mod eftir mig) > Delay.
 

Þarna í kring má sjá einn tremolo, OCD og looper pedala. Ég á tremolo pedalann en finn ekki mikla þörf fyrir að nota hann. 

Endilega spyrjið ef það er eitthvað sem þið viljið vita!

Ég smíðaði alla pedalana sem eru ekki með einhverskonar framleiðandanafn fyrir framan.

Hljóðmælingar á hljómsveitaræfingu (1 álit)

Hljóðmælingar á hljómsveitaræfingu
Meðal hljómsveitaræfing (í ca. Miðju ríminu, >2m frá mögnurum) Passið á ykkur eyrun og notið tappa!
Hef verið að nota ER20 Staðalsíur frá Heyrn.is seinustu 2 ár, og fyrir það ýmis konar aðra tappa. Ætla svo að panta mér sérmótaða tappa með ER25 síum eftir helgi.
Linkurinn bendir á hversu lengi hljóð er að valda varanlegum skaða: http://64.78.30.80/wp-content/uploads/2010/04/decibel_exposure_chart.gif

Til útskýringa. APK er Peak-gildi (hámarks gildi). Aeq5" er meðaltal yfir 5 sekúntur og Aeq15" meðaltal yfir 15 sekúntur.
CS og AS eru rauntímagildi á C- og A-kúrvu. Munurinn á C- og A-kúrvu er að A-kúrvan er með Bass rolloff, en bassinn veldur síður varanlegum skaða.

Tekið á hljómsveitaræfingu hjá sveitaballarokkhljómsveit. Engir þungarokksmagnarar í hvínandi botni til staðar og trommarinn ekki að lemja settið til óbóta.

Græjan (7 álit)

Græjan Æfi og spila lang mest á klassískan gítar og er svona tilturlega ný byrjaður í þessu rafmagnsveseni.

Mesa Boogie Mark IV
-92 árgerðin, 85w með 1x12" C90 Black Shadow speaker. Gaman að segja frá því að þetta eintak var víst áður í eigu Sykurmolanna.

Epiphone Les Paul Standard
Búið að smella á hann hinu fínasta bigsby.
Pickups : Gibson 500T & 498R
Hardware: Chrome & bigsby b7
Neck Joint: Set
Neck Material: Mahogany
Fingerboard: Rosewood/Trapezoid
Binding: Body/Neck
Body Material: Mahogany/Alder
Top: Flame Maple
Tuner: Kluson

Svo er ég að nota þarna bara Boss AW-3, RV-5 og DD-6.

Ásættanleeegt?

Wild Customs - The Savage One (Kurt Ballou custom) (5 álit)

Wild Customs - The Savage One (Kurt Ballou custom)

Hér er einn gítar sem fékk mikla athygli þegar Converge komu til Íslands á síðasta ári. Gítarinn er frá Wild Customs sem er staðsett í Frakklandi. Þeir gera líka fínustu relic gítara og sjálfur væri ég graður í að prufa einn.

Fleirri myndir: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.146085992070463.30004.100000071898115&type=3

Fender HRDV (0 álit)

Fender HRDV Þessi er til sölu hér á korkinum

Doepfer Dark Time Analog Sequencer (3 álit)

Doepfer Dark Time Analog Sequencer Eitthvað fyrir synth-græjuperrana að slefa yfir. Var að kaupa mér Doepfer Dark Time analog sequencer (16 eða 2x8 step), sem mun gera góða hluti með Moog synth-unum mínum.

Squier Stratocaster m/ innbyggðum föss (14 álit)

Squier Stratocaster m/ innbyggðum föss Mjög spes Squier sem ég fékk inná verkstæðið um daginn. Eigandinn búinn að breyta honum töluvert og setja fulltone fuzz pedal inní hann. Gerir gítarinn afar einstakann.
Einhverjir fleiri hér sem hafa prófað þetta, setja effectinn inní gítarinn?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok