Hluti af safninu Þetta er hornið í íbúðinni minni sem á venjulegu heimili væri sennilega undirlagt af sætum til sjónvarpsgláps, en þar sem ég er með Spiderinn minn þar sem sjónvarpið “ætti að vera” virkar þetta ágætlega. Sjá undirskrift fyrir upplýsingar um hvaða græjur þetta eru.

Er með einhvern af síðustu símunum sem komu út áður en Android fór að tröllríða þeim markaði, svo það er enginn “vintage” effekt á myndinni eins og virðist vera að verða að trendi hérna, hún er bara eins og hún kom inn á símann nema smækkuð til að henta Huga.