Schecter Riot-8 Nú þegar eftirspurnin fyrir extended range gítara er sívaxandi ákvað ég að skoða nýjar línur framleiðenda fyrir 2011, því þónokkrir hafa ákveðið að framleiða fleiri hljóðfæri þess eðlis.

Niðurstaðan er sú að Riot-8 frá Schecter Guitar Research þykir mér sá flottasti af þessari kynslóð (finnst samt áhugavert að mér þykir 6 strengja útgáfan af þessum sama gítar ekkert eins heillandi). Ég veit ekki hvað það er við hann, ég hrífst almennt ekki að svona “radical” boddíum, en einhverra hluta vegna þykir mér þessi virka í þessu tiltekna samhengi.

Fyrir áhugasama má skoða hérna smá umfjöllum um það nýjasta frá Schecter, ásamt því að síðan þeirra er helvíti pimpuð núna miðað við fyrri síður fyrirtækisins.

Annars finn ég engin hljóðdæmi né video, en er mjög forvitinn ef einhver veit um slík.

http://www.premierguitar.com/Magazine/Issue/Daily/News/Schecter_Announces_New_2011_Models.aspx