Dótið mitt
Ég hef nú áður sent inn mynd af bössunum mínum en mér fannst tilvalið að leyfa þeim á fljóta með magnaranum. Ég keypti magnarann lítið notað fyrir stuttu og hefur hann reynst mér svakalega vel. Hann er Fender TV bassman og er með tvær tíu tommu keilur. Soundið úr honum er algjörlega soundið sem þú vilt fá úr bassanum og ég er viss um að þetta séu bestu kaup sem ég hef gert.
Bassinn lengst til vinstri er svo Fender Precison frá árinu 1973 made in America. Pabbi keypti hann í kringum 1980 og var þá búið að skipta um pick up-a og eru núna Jackson pick-upar ár honum. Þetta er bassinn sem ég hef spilað lang mest á.

Miðju bassinn er svo Mighty mite bassi sem minnir allra mest á jazz bass með bright soundi. Hann lá lengi hálslaus heima en svo fann ég fender jazz bass háls hér á huga og hefur hann reynst vel. Þótt að hálsinn sé frá 2006 og bassin frá 86 er þetta súper combo. Hvíti bassinn er svo Fender Presicion bass gerður 1962 í Ameríku. Pabbi á þennan líka og er þetta hans uppáhalds hlutur. Hann er mjög góður í spilun og fallegasti bassi sem ég hef séð.