Falcon P bass (Relic) Þar sem ég bý í litlum súrum sveitabæ, á norðvestur Íslandi leyðist mér afar mikið þegar ég kem heim um helgar frá Ak.

Eina helgina áhvað ég að taka Falcon P bassann minn í gegn og gera hann flottari.

Upprunalega fékk ég hann í hendurnar með brotna hnetu, það vantaði skrúfur til að halda nokkrum stilliskrúfum og síðan var rafkerfið og pickupparnir verri en pickuppar úr glæ nýjum Appalo bassa.

Ég Slípaði allt lakkið, grunnaði og vatnsslípaði það og greip í ódýran lakk brúsa sem ég átti heima og lakkaði og vatnslípaði þar á eftir.

Keypti mér massa og massaði hann. Rauninni var þetta svo lélegt lakk sem ég notaði að útlitið var frekar subbulegt og rispað. En það skipti engu máli því að ég var búin að plana að gera hann relic hvort sem er. Þannig og útkoman var reyndar ekki svo slæm, þó að lakkið væri pínulítið rispað. Svo barði ég hann til og gerði nudd sár á búkinn og varð mér um pickuppa.

Ég tók stólinn og plötuna aftan af bassanum sem heldur hálsinum. Slípaði hann með fínum sandpappír og henti honum út í snjóinn í svona held ég einn og hálfan mánuð (Gleymdi því alveg að ég hafi hennt þessu út og það var þar bara meðan ég var á Ak)

Eftir að hafa samband við Guðna í hljóðfærahúsinu náði hann að redda mér p bass pu (úr roadworn meira að segja)
áttaði ég mig á því að upprunalega pickguardið var týnt.
Ég leitaði alls staðar en það fannst ekki. Svo ég hafi samband við Guðna aftur og hann sagðist eiga eitt sem hann gæti látið mig hafa. En viti menn ég fann það upprunalega þegar ég var búin að fá nýtt.

Ég skrapp í smá kaupstaðarferð eins og sumir bændur kalla það í RVK.

Fór ég í Miðbæjar Radio og keypti mér two poda 250 k og þétti 0.47 og innput.

Þegar ég kom heim og ætlaði að gá að því hvernig pickguardið passaði með podana sá ég að ég varð að stækka rýmið fyrir rafkerfið sem var til að koma podunum fyrir.

Og þetta er lokahöndinn Spilast afar vel og mjög smooth háls.
Hann soundar mjög vel og gæti bara ekki verið ánægðari með útkomuna.

Líka ef eitthver hérna á huga gæti vitað eitthvað um þetta fyritækið endilega deiliði visku ykkar um það.

Fyrirtækið heitir Falcon.

Mynd af honum áður en ég tók hann í gegn.

http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=6903882

Kveðja
Maggi Gunne