Fender Stratocaster x 3 Ákvað að henda einni hópmynd af Strat safninu mínu í tilefni þess að einn var að bætast í hópinn…

En þetta eru talið frá vinstri:

Fender Stratocaster Deluxe Series Powerhouse MIM ´05.

Sá nýjasti í safninu, liturinn heitir Caramel Metallic. Powerhouse gítarar komu með 12 dB aktívu miðjuboost-i og er því með 9 volta rafkerfi. Mjög kraftmikið sánd í honum.

Fender Stratocaster Standard MIM ´95.

Ósköp venjulegur mexíkó strat, skellti pickup-um úr HW1 series strat í hann sem gerði mikið fyrir hann, dýrka hálsinn á honum og nota hann því mjög mikið.

Fender Stratocaster 50´s (1957) Re-Issue MIJ ´84-´87

Alveg snilldargripur frá Japan, Metallic blue á litinn. Þegar ég fékk hann í hendurnar þá var búið að hræra í rafkerfinu á honum og búið að setja Lace sensor í miðjuna þannig ég tók mig til og reif það út og skellti SCN (Samarium Cobalt Noiseless) pickupa og S-1 rafkerfi í hann, by far fjölhæfasti strat sem ég hef átt og næ að viðhalda old school look-inu á honum.

Held að ég hafi náð að segja allt sem segja þarf um þessa gripi… ef ekki þá bara commentið þið ;)