Mod Jæja. Þetta er fyrsti rafmagnsgítarinn sem ég eignaðist. Hann kostaði mig 20k með magnara í einhverju byrjendasetti.

Og nú er tíminn kominn að gera hann aðeins upp. Það sem ég ætla að reyna að gera er:

* Skipta um brú. Braut sveifina á þessari og það er mesta pain í heimi að stilla actionið á þessu.
* Taka headstockið í gegn. Taka þetta helvítis “Pure Tone” merki af (suggestions?) og peppa þetta aðeins upp. Finnst þetta of plain og asnalegt eins og það er. Kannski koma einhverjum töff ‘initials’ fyrir eða e-ð.
* Skipta um pickupa. Væri til í að fá smá feedback á það.

Veit ekki hvort ég nenni að rífa alla límmiðana af og gera eitthvað, en ég þarf þess sennilega til að skipta um pickupa er það ekki?
Annars myndi ég skipta um pickguard (var að hugsa svart) og kannski mála hann í einhverjum töff lit.

Og ég þigg ráð og feedback varðandi þetta og fleiri myndir má sjá hér