Mitt sett Áður en þið farið að væla fyrir stærð eða meðferð nokkra diska vil ég segja að ég missti annað æfingarhúsnæiðið mitt(sem innihélt helminginn af settinu)og hljómsveitin hefur ekki æft í hálft ár(förum að byrja aftur) og þar sem ég plássið er lítið í þessu húsnæðið ákvað ég að setja það með hinu.
Ástæðan fyrir því að á nokkrar trommum hafa mikið af klósettpappír og límband er til að bæta soundið(enda eru skinnin ekki góð).
Það eru 2-3 diskar sprungnir þarna en það er ennþá fít hljóð í þeim, fer samt að henda/selja sumt af þessu.
Já, og ég blandaði tveimur gömlum tom við þetta sett því ég hafði ekkert með það að gera, ég lakkaði það en er ekki eins á litinn og hitt.
Myndin var tekin síðasta daginn sem þetta var svona, er búinn að færa það og skipta því.

Þetta er Pearl Export Series(líka gömlu).
Trommurnar
Snerlar: 2x 13“ og einn Sonor 10”(notaður sem tom) snerla, Toms(frá vinstri til hægri): 16“, 12”, 10“, 12”, 13“, 13”, 14“ og 16”.
Bassatrommur: 2x 22“

Cymbalar
Crash: 14” Meinl Amun, 14“ Meinl Mb8, 18” Meinl Rakes og 19“ Meinl Amun
Ride: 20” Meinl MCS og 20“ ómerktur
Hihat: 14” Meinl MCS, 14“ Meinl Classic og 11” úr 2 styttuðum diskum
China: 12“ Meinl Generation X Filter, 12” Dream, 16“ Meinl Classic og 20” Lion
Splash: 8“ Meinl Amun, 8” Meinl Mb8 10“ Meinl Classic og 12” Meinl Headliner
Bell: 8“ Meinl Classic
Síðan er ég með 12” ómerktan disk sem ég veit ekkert hvaða gerð er eða hvað hann heitir, fékk hann gefins frá Ívari í Rúnir.

Auka: Kúabjalla, 2 tambúrínur og þríhyrningur sem sést ekki á myndinni.

Ég nota Sonor, Gibraltar og Pearl Hardware. Grindin er Pearl.

Kickerar: 2x single Pearl, Pearl Doublekicker og Sonor kicker.

Kem síðan einhverntímann í sumar með settið í hlutum(er búinn að skipta því í þrennt, er með eina bassatrommu í viðbót)