
Lengst til hægri er stóra Djembe-ið mitt, það fékk ég gefins frá vinkonu minni (dvergabondi á huga) í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum, það hefur verið notað meira og minna í götuspil og partýspil, sem er auðvitað hrein snilld! takk sibba!
Betri mynd af Stóra Djembe HÉR.
Í miðjunni er litla Djembe-ið mitt, það fékk ég frá foreldrum mínum þegar þau komu heim frá Búlgaríu.. Ég spila ekki jafn mikið á það og stóra djembe, en það er fallega skreytt og það hangir uppi á vegg hjá mér eins og er, kannski meira svona safngripur heldur en hljóðfæri fyrir mér :) takk mamma og pabbi!
Betri mynd af litla Djembe HÉR.
Lengst til vinstri er svo nýjasti gripurinn í safninu, en ég er ekki alveg viss hvaða tegund af trommu þetta er :$ þetta er allavega handsmíðað og vinur minn gaf mér gripinn þegar hann kom heim frá Suður-Afríku, ætla láta fylgja fleiri myndir af þessum þar sem mér finnst ótrúlega kúl að þetta sé bara tálgað og gert 100% í höndunum, það er btw kálfaskinn á henni en plast á hinum. takk siggi!
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3