Gibson Les Paul Standard Hérna er mynd af nýjasta gripnum, en þetta er Gibson Les Paul Standard 2006 árgerð með 50´s háls.

Gítarinn kemur með burstbucker pickupum.

Virkilega fallegt hljóðfæri (að mínu mati a.m.k.) ;) og æðislegt að spila á hann.

Fórnaði Gibson SG Special gítarinum mínum svo ég gæti keypt þennan en það var alveg þess virði.

Þetta er 3ji Les Paulinn í safnið mitt og já… ég fíla Les Paul :)

Þessi er töluvert léttur miðað við Classic-inn og sérstaklega Custom-inn sem er virkilega gott að hafa svo maður eyðileggi ekki bakið ef maður stendur með hljóðfærið.