Fender Precision Bass MIJ Ákvað að smella einni mynd af bassanum sem maður er búinn að eiga í þónokkurn tíma…

En þetta er semsagt Fender Precision Bass sem er framleiddur í Japan. Þetta er 1984-1987 árgerð. Það er erfitt að fá nákvæmt ártal á framleiðslu þar sem serial númer á þessum tíma voru eitthvað á reiki í japönsku hljóðfærunum.

Serial númerið byrjar á E (stendur fyrir Eighties) sem var hugsað fyrir USA hljóðfærin en rataði líka á japönsku hljóðfærin sem ruglaði þetta system hjá þeim þannig það er ekki hægt að negla hann nákvæmar en þetta.

Annars þá ætti E9 sem eru fyrstu stafirnir í serialinu á bassanum að standa fyrir ´89 árgerð (eighty 9) ef um USA módel væri að ræða en E + 6 tölustafir rötuðu á ´84-´87 árgerðirnar af japönsku hljóðfærunum þannig fyrsti tölustafurinn hefur enga merkingu á MIJ hljóðfærum.

Sjá nánar á: http://www.provide.net/~cfh/fender.html#serial

En já… þetta er hörkubassi og er gott dæmi um hvað japanska framleiðslan var/er góð hjá fender.