Effecta taskan mín Jæja

nú er ég loksins kominn með effectana mína á góðann og öruggan stað. Ég skellti mér á 32“ Road ready töskuna sem pfaff er með umboð fyrir (þakka ábendinguna ”vintage“).

Ég er ekkert smá ánægður með þessa tösku. Hún er massa vel byggð og mjög auðvelt er að skipuleggja allar tengingar. Það er gert ráð fyrir öllu í þessum pakka eins og power supply´s, fjöltengjum, pláss fyrir snúrurnar undir effectunum ofl.

Þetta er næstum því endanleg útkoma á brettinu, en ég er að bíða eftir patch kittinu frá planety waves í pósti.

Effectarnir eru í þessari röð:

> Peterson strobo tuner (true bypass)>
> Mojo Vibe frá Sweet Sound (betri en original Uni-Vibe að margra mati)>
> Z.vex Box of Rock>
> EHX ”The Hog" (ótrúlegt fyrirbæri)>
> EHX Graphic Fuzz>
> Voodoolab pedalswitcher sem stjórnar: 1=MXR envelope filter 2=Boss CE-2 chorus 3=MXR phase 90 4= EHX SMM w/ Hazarai >
> Keeley katana clean boost>
> EHX holier grail(skrítið ástarsamband þar á ferð)

Flestir eru poweraðir með Voodoolab Pedal Power 2, nema Hog, Gr. Fuzz og Holier Gr.

Endilega, ef vakna einhverjar spurningar, að skjóta þeim á mig eða koma með hugmyndir um öðruvísi chain setup.
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~