Sperzel tunerar Var að föndra um helgina. Henti Sperzel tunerum í Explorerinn. Allt annað líf. Kominn með þetta í þrjá gítara núna og enda væntanlega með svona í öllum rafmagnsgíturum sem ég nota mikið. Maður er svo fljótur að skipta um strengi að það tekur því varla að taka með sér varagítar á tónleika, maður er fljótari að skipta um strenginn sem slitnaði en að skipta um gítar og stilla :P

Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er skrúfan þarna aftaná græjunni til að þrengja gatið fyrir strenginn svo það verður óþarfi að vefja strengnum marga hringi kringum tunerinn til að festa hann, maður bara þræðir í gegn, herðir skrúfuna og stillir, kvissbangbúmm og búið.

Man ekki til þess að hafa séð þetta í búð á Íslandi (eða kannski bara að ég fékk ekki týpuna sem mig vantaði), en þetta er til í úrvali á www.stewmac.com