(Næstum því) Nýr gítar Frumsýning á nýjasta rafmagnsapparatinu. Keypti hann einhvers staðar í kringum áramót, hef bara ekki fengið almennilega mynd af honum fyrr en nú.

Þetta er Ibanez DMM-1, Daron Malakian (SOAD) Signature model. Hef hingað til ekki fílað Iceman boddýið, né System of a Down, en það var eitthvað við þennan gítar sem fékk mig til að verða að kaupa hann :P Einhvern veginn svo skemmtilega fallegur í ljótleika sínum að það jafnast allt út. Hljómar líka vel fyrir peninginn.