Hljóðfærin mín ;) 1. Þarna er glænýr Washburn T-24, æðislegur bassi, mæli eindregið með honum ef einhver er að spekúlera í nýjum bassa.

2. Fender BG-32 NS, keypti hann notaðan af notenda hér á huga fyrir tæpu ári.

3. Apollo, fyrsti bassinn minn, keyptur fyrir rúmlega 4 árum, gengdi mér vel í byrjun :)

4. Gult Ukulele frá Krít.

5. Art & Lutherie Dreadnought svartur, keypti hann fyrir tæpum 3 árum í Tónastöðinni, sé sko ekki eftir þeim kaupum :)

6. Mahalo ukulele sem ég keypti með Art & Lutherie gítarnum.

7. Klassískur gítar sem mér var gefið í fermingargjöf útá Portúgal. Handsmíðaður og ómerktur. Fyrsta alvöru hljóðfærið mitt :)

8. Didgeridoo frá Indónesíu, gert úr bambus. Keypt í Kolaportinu.

9. Lítil kjöltutromma frá Krít.

10. Line6 LowDown 150w bassamagnari, kannski ekki besta dótið sem hægt var að fá, en engu að síður stórglæsilegur. Hann leynir á sér….

Og að lokum sjáið þið tvær Hohner munnhörpur og að ég nenni ekki að hreinsa til á borðinu….

Hvernig lýst ykkur annars á þetta?