Veistu eitthvað um þennan gítar??? Þetta er allur original 66-69 árg epiphone casino (special með bigsby).
ég keypti hann í tónabúðinni árið 2000/2001, held frekar 2000.
Mig langar svo að vita eitthvað um hann fyrir þann tíma. hver átti hann, hvenær hann kom til landsins osfrv.
það kom einu sinni maður upp að mér þegar ég var að spila með hann í brúðkaupi vinar míns og sagði að hann gæti sagt mér helling um þennan gítar og einhvernveginn misfórust leiðir okkar og ég sá þennan mann alldrei aftur. ég hef reynt að spyrja brúðgumann hver þetta var en hann bara kom honum alls ekki fyrir sig. Það var svo mikið af fólki þarna.
Þannig að mig langaði að tékka hvort einhver hérna á huga vissi e-ð um þennan gítar.

Allar ábendingar vel þegnar

ps: ég vissi að Kelly gítar smiður vissi e-ð um hann en hann er bara löngu stunginn af til síns heima
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~