Stofan mín árið 1989 Ég fann gamla mynd tekna heima hjá mér árið 1989, ég hélt etv að það hefði einhver gaman af að sjá þetta, hún er soldið óskýr vegna þess að ég tók mynd af ljósmyndinni með símanum mínum.
Græjurnar á myndinni eru frá vinstri til hægri: 1950 og eitthvað Fendermagnari, Musicman 212 130 vatta magnari, Pignose magnari, svartur Morris rafmagnsgítar með Floyd Rose, 2 ævafornir Fender Stratocasterar, Harmony Hálfkassagítar, 2 kassagítarar (annar þeirra var Suzuki kassagítar, man ekki hvað hinn var) Aria ProII Les Paul eftirlíking, Yamaha bassi, Japanskur Fender Stratocaster, Gibson ES 335. á bakvið þá eru 2 seventís Marshallstæður.
Á gólfinu liggja 2 Hofner bassar og alveg hellingur af effektapedulum frá Boss og Morley.
Við meðleigjandi minn lögðum frekar lítið upp úr hefðbundnum lífsgæðum og það voru engin húsgögn í stofunni hjá okkur önnur en einhverjir púðar til að sitja á, en hey? Hver þarf svosem sófasett anyway?
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.