Fuzz Factory! Váá! Ég var að fá þessa græju núna rétt áðan. Z Vex Fuzz Factory heitir hún, og býr bæði til himneskt og alveg ótrúlega fríkað distortion/fuzz sánd!

Eins og þið sjáið á myndinni er effektið pínulítið, passar vel í vasa og hentar þar af leiðandi rosalega vel til flutninga.

Ég keypti það nýtt af eBay, kostaði 200 $ með sendingarkostnaði til Íslands en hækkaði svo eitthvað við komuna (vsk. og tollur), held um það bil 16 þúsund krónur allt í allt.

Átrúnaðargoðið mitt, Matthew Bellamy í Muse er með Fuzz Factory innbyggt í flesta Manson custom gítarana sína.

Hér er demo fyrir Fuzz Factory (í videoinu er handmálaða týpan, 100 $ dýrari og flottari, en nákvæmlega sama innihald):

http://www.youtube.com/watch?v=tf-Zck7YURs

Einhverjar upplýsingar á heimasíðu framleiðanda, tékkið líka á öðrum effektum frá Z Vex, ótrúlega flottir!:

http://www.zvexeffects.com/vexter.html