Ákvað að gefa þessu séns Já… skellti mér á einn svona - Line6 Variax 300 Sunburst - þar sem hann var á 50% afslætti, og fékk meira að segja Line6 Floor POD með í kaupbæti =) Ekkert smá sáttur!

Svo að ég komi nú með smá info á græjuna þá inniheldur hún s.s. 60 mismunandi stillingar (12 x 5) og þar af 28 mismunandi gítara (modeling). Sem dæmi má nefna (þeir sem ég er hrifnastur af):

- 1960 Fender Telecaster Custom
- 1968 Fender Telecaster Thinline
- 1959 Fender Stratocaster
- 1958 Gibson Les Paul Standard
- 1961 Gibson Les Paul Custom
- 1976 Gibson Firebird V
- 1966 Rickenbacker 360-12 (12 strengja)
- 1961 Gibson ES-335
- 1970 Martin D12-28 (12 strengja Acoustic)
- 1995 Gibson J-200 (Acoustic)
- 1965 Danelectro 3021 (Jimmy Page's favorite Dano tube guitar - active pickups)
- Coral Sitar
- Gibson Mastertone Banjo (þó ég kunni ekkert að spila á það)

Þetta er svona það helsta sem ég nota. Auðvitað kemst þetta ekki í sama klassa og alvöru græjurnar en ég vona að þetta eigi eftir að hjálpa til við að móta mig sem gítarleikara og að ég finni mitt sound. Út frá því get ég svo valið mér réttu græjurnar þegar ég ætla að fara að eyða BIG BUCKS ;)