Draslið mitt... Já þetta er allt stuffið mitt.

byrjum á aðal exinni minni: Gibson Les Paul Studio Plus(soldið langt nafn), ég er búinn að eiga þennan í svona tvö og hálft ár. ég fékk mér nýja pickuppa í hann fyrir stuttu, Seymour Duncan, geðveikt feitt og flott sound.

Næst er það nýjasti gripurinn, ESP/LTD MH-400. þennan nota ég í metalið. það kemur flott hljóð úr honum ef ég plugga honum í muff.

næst er það fysti gítarinn minn: Hohner klassískur, veit ekkert meira um hann nema að hann var keyptur í Rín. mér fanst hann eikkað svo tómlegur þannig að ég málað böndin á honum með einhverjum fallegum litum og nú er ég sáttur með hann.

síðan er það þessi rauði. þetta er gítar sem ég spreyaði upp á nýtt og sagaði í von um að hann yrði flottari en það misheppnaðist ansi mikið og núna er hann oftast undir rúmmi eða inní skáp:/

síðan eru það magnararnir.

gigg magnarinn minn: fender fm 212R 100w, þessi magnari er svosem ekkert lélegur en ekkert stórkostlegur heldur.
hann er ágætur í giggin því hann er svo hávær, hef aldrei þurft að spila í hærra en 5/10. ætla að kaupa mér annan magnara þegar ég er kominn með pening.

síðan er það heima húsa magnarinn, Marshall 15W. hann er fínn á lágum styrk en ef ég ætla að auka styrkinn fer hann að suða meira en fimm ára krakki í dótabúð.

effectar: Boss ME-50, þessi multi-effect er náttútulega bara tær snilld og ég held að ég eigi aldrei eftir að losa mig við hann.

ég á nokkra aðra en nota þa voða lítið.

og síðast en ekki síst er það hljómborðið mitt. eikkað eldgamalt casio dæmi, veit ekki meira.
mjá ég er hundur!