Nýji gripurinn Loksins bættist við í Vox safnið hjá mér þessi yndislegi gripur, þessir gítarar eru sjaldgæfir.

Þetta mun vera Vox gítar frá 198x (nítjánhundruðáttatíuogeitthvað), hann er með 24 böndum á hálsinum. Hann er neck-thru og er úr gegnheilu maghony.

Gítarinn inniheldur tvo Dimarzio X2-N, einnig er hann með 2 volume og 2 tone takka (eins og sjá má á myndinni), 3-way pickupp selector og svo 3-way coil mode selector.

Einhverjar spurningar, þá bara spyrja.