Nýji gripurinn FBass BN5 sem að ég fékk afhentann í gær :)

Eini FBassinn á landinu svo að ég viti (samkvæmt eigendaskrá á www.fbass.com amk, ég keypti hann notaðann af Stefáni Ingólfssyni sem að er að mér sýndist eini íslendingurinn á listanum)

Handsmíðaðir kanadískir bassar, með hand-ofnum pickuppum og hand-lóðuðu rafkerfi :) allt voða handhægt.

Viðurinn á pickuppunum passar meirasegja við bodyið (línur o.fl í viðnum passa saman) og eins platan yfir rafkerfið aftaná.

Tóninn er sætari en flest sem ég þekki, hvort sem að ég er með hann passívann eða að keyra EQ, og sama á hvorum pickuppnum ég er að keyra (eða hvort ég er á báðum)þrátt fyrir að ég sé að keyra í gegnum lélegann magnara

það er sitthvor volume takkinn fyrir sitthvorn pickuppinn, og á brúar takkanum er hægt að toga hann upp til að skipta á milli single coil/hum canceling á bridge pickup.

Svo er tone takki, sem er svo hægt að toga upp til að gera bassann passívann,
en þá er tengt framhjá 3 banda EQ-inum, sem eru einmitt hinir 3 takkarnir.


Afsaka lélega mynd, var tekin í flýti. Tek mér betri tíma og aðstæður í að taka nánari og betri myndir seinna við tækifæri :)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF